Tæpar 14 gráður á Hallormsstað

Austfirðingar hafa notið dagsins þar sem hitatölur hafa víða farið yfir tveggja stafa markið. Mesti hiti á landinu í dag mældist á Hallormsstað.

Mest fór hitinn í 13,8° á Hallormsstað á fjórða tímanum á Hallormsstað og á Seyðisfirði fór hann í 13,2°.

Hitinn var þó ekki bundinn við láglendið, á Brúaröræfum mældist 13,3° og 11,6° á Þórdalsheiði.

Uppruni hlýindanna er í suðvestan átt sem ríkjandi hefur verið á svæðinu í dag. Það besta virðist hins vegar að baki því búist er við að vindurinn snúi sér til suðausturs og síðan austur frá og með kvöldinu í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar