Talsverðar breytingar á lista Austurlistans

Talsverðar hreyfingar eru milli sæta á frambjóðendum Austurlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi. Engar breytingar eru þó á efstu fimm sætunum.

Hildur Þórisdóttir leiðir listann eins og tilkynnt var í vor á eftir henni koma þau Kristjana Sigurðardóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Skúli Björnsson.

Í sjötta sætinu verður sú breyting að Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður og formaður bæjarráðs á Seyðisfirði, fer af listanum en í stað hans kemur Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði á Seyðisfirði sem er ný á listanum.

Arna Magnúsdóttir víkur einnig af listanum en hún var í áttunda sæti. Það tekur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir sem áður var í því tólfta. Það fyllir aftur Skúli Benediktsson sem áður var í því fimmtánda. Hafliði Sævarsson kemur þar nýr inn á listann.

Þá víkur Alda Marín Kristinsdóttir, sem var í tíunda sæti, af listanum. Í staðinn færist Tinna Jóhanna Magnusson upp í það úr því þrettánda. Snorri Emilsson kemur þar nýr inn.

Framboðslisti Austurlistans til sveitarstjórnarkosninga í nýju sveitarfélagi 19. september 2020
1. Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar
2. Kristjana (Ditta) Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
3. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarfjarðarhreppi
4. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varafulltrúi í sveitarstjórn Djúpavogshrepps
5. Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi og varabæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
6. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði
7. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi
8. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastýra og hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði
9. Margrét S. Árnadóttir, starfsmaður í leikskóla, Fljótsdalshéraði
10. Tinna Jóhanna Magnusson, meistaranemi í miðaldafræðum, Borgarfirði eystri
11. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
12. Skúli H. Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi
13. Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði
14. Friðrik Bjartur Magnússon, yfirbruggari, Fljótsdalshéraði
15. Hafliði Sævarsson, bóndi, Fossárdal
16. Iryna Boiko naglafræðingur, Fljótsdalshéraði
17. Sigrún Blöndal kennari og varabæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
18. Aðalsteinn Ásmundarson smiður og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
19. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Fljótsdalshéraði
20. Irene Meslo, starfsmaður í leikskóla, Djúpavogi
21. Elfa Hlín Pétursdótti,r sagnfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
22. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði

Frá kynningu framboðsins fyrr á árinu. Mynd: Austurlistinn.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.