„Það má spila frispígolf allt árið“

„Ég hef unnið að því að leita leiða til að fjármagna frispígolfvöll í bænum og nú hefur ætlunarverkið tekist,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en í nóvember voru sex körfur settar upp.


Frispígolf er skemmtileg almenningsíþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi. Leikið er á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa nota menn frispídiska. Golfdisknum er kastað frá teigsvæði í átt að körfu sem er „holan“.

„Völlurinn var settur upp fyrsta sunnudaginn í nóvember og þá vinnu leiddi Gunnar Sveinn Rúnarsson. Við kölluðum eftir aðstoð frá bæjarbúum með stuttum fyrirvara og nokkrir vaskir menn mættu snemma morguns í snjó og kulda að hjálpa til. Þeim þökkum við kærlega fyrir, en það er ómetanlegt að finna stuðning í verki og samstöðu frá bæjarbúum,“ segir Dagný Erla.

Stefnt er að námskeiði fyrir áhugasama
Völlurinn er staðsettur á útisvæðinu við Dagmálalækinn. „Brautirnar eru meðal annars inn á milli trjánna, en einnig við útikennslustofuna og hjá skólagörðunum. Það á eftir að merkja völlinn og brautirnar, en það verður gert þegar snjóa leysir í vor. Stefnt er að því að halda námskeið fyrir áhugasama og mun kaupstaðurinn kaupa nokkra frisbídiska, sem hægt er að fá lánaða eða leigða ef fólk vill prófa. Það verður auglýst nánar síðar.

Dagný Erla segir að menn tengi sportið vissulega frekar við sumartímann. „Við sáum tækifærið til að gera þetta núna og gripum það, við vorum tilbúin í þetta. Það má spila frispígolf allt árið. Við eigum ekki að láta veðurfar stoppa okkur að njóta náttúrunnar heldur eru góð útiföt og góður félagsskapur allt sem þarf.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.