Þrettán þúsund gestir á Austurfrétt í síðustu viku
Ríflega þrettán þúsund einstakir notendur heimsóttu Austurfrétt í síðustu viku. Þeir hafa aldrei verið fleiri á þessu almanaksári.Þetta kemur fram í samantekt vefmælingar Modernus fyrir síðustu viku þar sem vefurinn er í áttunda sæti yfir mest lesnu vefina, í annað skiptið á stuttum tíma. Alls kom 13.485 notandi inn á vefinn í síðustu viku.
Til samanburðar má nefna að íbúar á markaðssvæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs búa um 10.500 manns. Að jafnaði sækja ríflega 8000 notendur vefinn í hverri viku. Það þýðir að Austurfrétt er einn mest lesni landshlutafréttavefur landsins.
Frétt um kindur sem gerðu sér ferð á heilsugæsluna á Eskifirði á drjúgan hluta í vinsælum vefsins í síðustu viku. Fyrir utan að margir læsu fréttina hjá Austurfrétt fylgdu landsmiðlar í kjölfarið með eigin útgáfur eða eftirsagnir eftir að fréttin birtist hjá Austurfrétt.
Frásögn Maríu Hjálmarsdóttur af víðförli auglýsingu eftir barnfóstru var einnig mikið lesin sem og grein Sigurðar Ólafsson um rök fyrir banni á snjalltækjum nemenda í skólum Fjarðabyggðar.