Þrír dagar án smits

Ekkert nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan á sunnudag. Eftir sem áður eru átta virk smit og 26 manns í sóttkví í fjórðungnum.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar kemur fram að jákvætt sé að ekki hafi greinst smit síðan um helgi. Í besta falli sé það vísbending um að tekist hafi að hægja á eða stöðva þá þróun sem byrjuð var.

Of snemmt sé þó að fagna sigri. Hversu hröð málunin varð sýnir mikilvægi varkárni í hvívetna, hvar sem fólk sé statt.

Aðgerðastjórnin hvetur Austfirðinga til að sækja farsímaforritið Rakning C-19 sem mjög hefur hraðað vinnu við smitrakningu. Hægt er að sækja forritið í gegnum vefinn Covid.is.

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið í síðustu ferð hennar samkvæmt sumaráætlun. Allir þeir sem koma til landsins þurfa nú í 5-6 daga sóttkví og tvær skimanir. Þær reglur tóku gildi á miðnætti. Í tilkynningunni segir að nokkuð hafi borið á afbókunum vegna hertra reglna. Því verði farþegar töluvert færri en í síðustu ferðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar