Þrjár umsóknir um tvær skólastjórastöður

Þrjár umsóknir bárust um tvær stöður skólastjóra við austfirskra grunnskóla sem auglýstar voru lausar nýverið.

Í Fellaskóla á Fljótsdalshéraði var Þórhalla Sigmundsdóttir, kennari á Hellu, eini umsækjandinn. Sverrir Gestsson skólastjóri lætur þar af störfum fyrir næsta skólaár.

Tvö sóttu um stöðu skólastjóra Nesskóla í Neskaupstað. Annars vegar Eysteinn Þór Kristinsson deildarstjóri við skólann og hins vegar Ásta Stefanía Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Eskifirði.

Um 220 nemendur eru í Nesskóla sem einnig er með útibú í Mjóafirði. Einar Már Sigurðsson hefur verið skólastjóri þar frá því á vorönn 2015.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar