Þröstur Jónsson leiðir lista Miðflokksins í sveitarstjórnarkosningunum

Miðflokkurinn býður fram í kosningum sameinuðu sveitafélagi Fljótdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri þann 19. september. Þröstur Jónsson mun leiða listann.

Í tilkynningu segir að listinn sé skipaður fólki með fjölþætta reynslu úr atvinnulífi, af sveitarstjórnarmálum, nýsköpun, frumkvöðlastarfssemi, verkefnastjórnun og íþrótta og tómstundamálum.

Listi yfir frambjóðendur fylgir hér með. Stefnuskrá framboðsins verður birt innan tíðar.

Framboðslisti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna sveitastjórnarkosninga 19. september 2020:

1 Þröstur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, Egilsstöðum
2 Örn Bergmann Jónsson, athafnamaður, Seyðisfirði
3 Helgi Týr Tumason, framleiðslustarfssmaður, Djúpavogi
4 Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, fulltrúi, Egilsstöðum
5 Hannes Karl Hilmarsson, afgreiðslustjóri, Fellabæ
6 Björn Ármann Ólafsson, Skógarbóndi, Egilsstöðum
7 Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri, Fellabæ
8 Snorri Jónsson, verkstjóri, Seyðisfirði
9 Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, tæknistjóri, Egilsstöðum
10 Gestur Bergmann Gestson, landbúnaðarverkamaður, Hróarstungu
11 Benedikt Vilhjálmsson Warén, rafeindavirkjameistari, Egilsstöðum
12 Þórstína Harpa Kristjánsdóttir, matartæknir, Egilsstöðum
13 Stefán Scheving Einarsson, verkamaður, Egilsstöðum
14 Viðar Gunnlaugur Hauksson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
15 Grétar Heimir Helgason, rafvirki, Egilsstöðum
16 Sveinn Vilberg Stefánsson, bóndi, Skriðdal
17 Broddi Bjarni Bjarnason, pípulagningameistari, Egilsstöðum
18 Margrét Björk Björgvinsdóttir, sérkennari, Fellabæ
19 Ingjaldur Ragnarsson, flugvallarstarfsmaður, Egilsstöðum
20 Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir, sjúkraliði, Egilsstöðum
21 Benedikt Lárus Ólason, flugstjóri, Egilsstöðum
22 Jónas Guðmundsson, bóndi, Egilsstöðum


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar