Þver flutningabíll lokaði veginum um Fagradal

Vegurinn um Fagradal var lokaður í rúman klukkutíma í morgun eftir að flutningabíll fór þversum í Grænafelli.

Veginum var lokað um klukkan hálf níu í morgun en opnaður að nýju rétt fyrir tíu. Töluverð umferð var þá um dalinn.

Veginum þar yfir var lokað um kvöldmatarleytið í gær vegna óveðurs en afar blint var á leiðinni. Þar fór einn bíll út af.

Þá voru björgunarsveitir kallaðar út á Fjarðarheiði í gærkvöldi vegna bíla sem voru í vanda.

Lokað er yfir Öxi og ófært á Breiðdalsheiði. Vegagerðin varar vegfarendur á Háreksstaðaleið við hreindýrahópi sem þar er á ferðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar