Þyrlan sótti slasaðan göngumann á Snæfell

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær mann sem hafði slasaðist á fæti á göngu ofarlega á Snæfelli.

Í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi segir að maðurinn hafi ekki verið alvarlega slasaður en ekki komist án aðstoðar niður af fjallinu.

Óskað var eftir aðstoðinni um klukkan 12:30 og voru björgunarsveitir þá ræstar út. Um hálftíma síðar var óskað eftir aðstoð þyrlunnar.

Þyrlan sótti manninn og kom honum til læknis á Akureyri þar sem lent var um klukkan hálf fimm.

Mynd: Landhelgisgæslan


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar