Tóbakssölustöðum fækkar stöðugt á Austurlandi
Stöðum sem selja tóbak hefur fækkað stöðugt á Austurlandi undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir síðasta ár.Í skýrslunni segir að alls höfðu 26 sölustaðir leyfi heilbrigðisnefndar til smásölu á tóbaki um síðustu áramót og hafa þeir ekki verið færri frá því að byrjað var að gefa tóbakssöluleyfin út. Til samanburðar voru leyfin 33 talsins árið 2015 og hefur fækkað á hverju ári frá þeim tíma.
Ekkert nýtt leyfi var gefið út árinu en sjö leyfi voru endurnýjuð. Tóbakssöluleyfi eru gefin út á grunni laga um tóbaksvarnir og gilda leyfin í 4 ár frá útgáfudegi.
Ennfremur segir að eftirlit með fyrirkomulagi tóbakssölu fer fram árlega, samhliða reglubundu eftirliti með viðkomandi sölustöðum.