Töluvert dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi
Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á Austurlandi í sumar. Það fór í 4,4% í apríl en mældist 3,2% í júlí s.l. Spáð er svipuðu atvinnuleysi í þessum mánuði. Gögn sýna að fjöldi þeirra sem búa við minnkandi atvinnuhlutfall snarlækkaði í sumar. Hlutfall þeirra var 8,5% í apríl en var komið niður í 0,8% í júlí.Mest er skráð atvinnuleysi á Djúpavogi (3,4%) og Vopnafirði (3%) en minnst á Borgarfirði eystra (1,1%) og Fljótsdalshéraði (1,5%).
Gögnin sem um ræðir byggja á upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Þar kemur fram að eftir atvinnugreinum var atvinnuleysið mest í ferðaþjónustu eða 35% og kemur ekki á óvart á tímum COVID veirunnar. Hinsvegar var atvinnuleysið minnst í farþegaflutningum með flugi eða 0%.
Af einstaka öðrum atvinnugreinum á Austurlandi má nefna að samantekið var 23% atvinnuleysi í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi, 12% í verslun og vöruflutningum og 19% í opinberri þjónustu.