Töluvert dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi

Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á Austurlandi í sumar. Það fór í 4,4% í apríl en mældist 3,2% í júlí s.l.  Spáð er svipuðu atvinnuleysi í þessum mánuði. Gögn sýna að fjöldi þeirra sem búa við minnkandi atvinnuhlutfall snarlækkaði í sumar. Hlutfall þeirra var 8,5% í apríl en var komið niður í 0,8% í júlí.

Mest er skráð atvinnuleysi á Djúpavogi (3,4%) og Vopnafirði (3%) en minnst á Borgarfirði eystra (1,1%) og Fljótsdalshéraði (1,5%).

Gögnin sem um ræðir byggja á upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Þar kemur fram að eftir atvinnugreinum var atvinnuleysið mest í ferðaþjónustu eða 35% og kemur ekki á óvart á tímum COVID veirunnar. Hinsvegar var atvinnuleysið minnst í farþegaflutningum með flugi eða 0%.

Af einstaka öðrum atvinnugreinum á Austurlandi má nefna að samantekið var 23% atvinnuleysi í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi, 12% í verslun og vöruflutningum og 19% í opinberri þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.