Umtalsvert meiri veiði í Hofsá en í fyrrasumar

Laxveiðin í Hofsá hefur gengið umtalsvert betur í sumar en í fyrrasumar. Í morgun voru 804 laxar komnir úr ánni miðað við rétt um 700 á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn í sumar hingað til var 20 pund að stærð.

Gísli Ásgeirsson framkvæmdastjóri Veiðifélagsins Strengs segir í samtali við Austurfrétt að þeir séu mjög ánægðir með veiðina í Hofsá það sem af er sumri.

„Nú er að koma haust í þetta en hitinn í morgun var aðeins fimm gráður og næturfrost um daginn,“ segir Gísli. „En við erum bjartsýnir á framhaldið þar til ánni verður lokað upp úr miðjum næsta mánuði.“

Hvað Selá varðar hefur veiðin þar verið rétt undir pari miðað við síðasta sumar. Komnir eru 973 laxar úr ánni og sá stærsti mældist 21 pund að stærð. Hinsvegar hefur veiðin verið góð að undanförnu og segir Gísli að síðasta hollið í ánni hafi landað 80 löxum.

Mynd: Veiðifélagið Strengur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.