Varað við asahláku um helgina

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir veðurspásvæðið Austurlandi að Glettingi um helgina vegna hættu á leysingum.

Eftir mikla kuldatíð undanfarinn mánuð er loks komið að því að hlýni í veðri. Því fylgir einnig rigning um helgina.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi sem gildir frá klukkan tíu að morgni laugardags til fjögur aðfaranótt sunnudags.

Spáð er að hlýna taki um miðnættið og haldi áfram í nótt auk þess sem þá fari að rigna. Á morgun er spáð 4-13 stiga hita. Annað kvöld bætir í vindinn en styttir upp.

Varað er við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Þess vegna er því beint til íbúa að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnsjón.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar