Varað við rafmagnstruflunum á Austurlandi

Landsnet hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegra rafmagnstruflana í suðvestanhvassviðri sem spáð er seinni partinn í dag.

Í tilkynningu Landsnets segir að reikna megi með vindáraun á raflínur og sé hætt við truflunum, einkum á svæðinu milli Hafnar í Hornafirði og Vopnafjarðar, að báðum stöðum meðtöldum.

Vonast er til að stormurinn standi stutt, eða frá klukkan 16 til 21.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið frá 15:30-23:00 og gul viðvörun fram til morguns. Á Möðrudalsöræfum er þegar skollin á éljagangur með hálku sem stendur fram eftir nóttu. Þar verður mjög hvasst þegar líður á daginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.