Varað við roki og rigningu
Gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og hvassviðris.Viðvörun vegna rigningar var gefin út eftir hádegi í dag fyrir Austurland að Glettingi og gildir fram undir hádegi á morgun. Nokkuð hefur rignt í dag en von er þó á að heldur dragi úr henni í kvöld.
Hún gæti síðan breyst í slyddu fyrri hluta nætur en aftur er búist við talsverðri úrkomu í fyrramálið.
Í aðvörun Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum um leið og líkur aukist á skriðuföllum og grjóthruni úr hlíðum. Álag eykst á fráveitukerfi og er fólk því hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast tjón.
Þá er í gildi gul viðvörun vegna hvassrar norðvestan áttar á Austfjörðum, einkum syðst með hviðum yfir 25 m/s. Slíkt er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Mynd úr safni.