Viðgerð á læknisbústað ekki greidd af HSA

ImageHeilbrigðisstofnun Austurlands greiðir ekki fyrir viðgerð á læknisbústaðnum á Vopnafirði heldur Fasteignir ríkissjóðs. Smiðir eru þar á störfum á meðan læknirinn tekur út samningsbundið námsfrí.

 

Vopnfirðingar, sem Agl.is hefur rætt við, hafa furðað sig á að peningar séu til fyrir afleysingalæknum og breytingum á læknisbústaðnum á sama tíma og til standi að loka hjúkrunarheimilinu Sundabúð.

Læknir Vopnfirðinga hefur verið fjarferandi undanfarna daga því hann tekur út „kjarasamningsbundið námsfrí og sækir ráðstefnu erlendis en ekki lyfjakynningu,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA.

„Þegar læknirinn er fjarverandi á þessum árstíma setjum við inn afleysingalækni, ef að hann fæst, og svo var nú.“

Hann segir læknabústaðinn vera í umsjá Fasteigna ríkissjóðs, sem starfi undir fjármálaráðuneytisins.
„Fasteignir ríkissjóðs meta og ákveða viðhaldsþörf læknabústaða og heilsugæslustöðva. kostnaðurinn fellur ekki á af HSA, heldur Fasteignir ríkissjóðs sem innheimta leigutekjur af ríkiseignum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.