Vopnafjörður: Nýtt vallarhús stærsta framkvæmdin

Nýtt vallarhús verður stærsta framkvæmd Vopnafjarðarhrepps á árinu 2018. Gert er ráð fyrir ríflega 130 milljóna hagnaði af rekstri sveitarfélagsins á næsta ári.

Þetta kemur fram í ársreikningi hreppsins sem samþykktur var á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir jól.

Alls er varið tæpum 105 milljónum til framkvæmda á árinu, þar af fara 50 milljónir í byggingu vallarhússins. Næst stærsta framkvæmdin er lagning ljósleiðara í dreifbýli en 28 milljónir eru settar í hana.

Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins á næsta ári verði rúmur milljarður króna, þar af eru tekjur A-hluta 726 milljónir. Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri A-hlutans verði 85,5 milljónir króna.

Vopnafjarðarhreppur er meðal best stæðu sveitarfélaga landsins. Heildarskuldir sveitarfélagsins eru 562 milljónir eða 53% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldirnar lækki áfram um 30 milljónir á ári. Á móti er búist við að handbært fé sveitarfélagsins hækki um 45 milljónir á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.