Vopnafjörður: Opinn fundur um atvinnumál eftir Rússabann

Boðað hefur verið til opins fundar í félagsheimilinu Miklagarði í kvöld klukkan 20:00 undir formerkjum atvinnumála á Vopnafirði – staða og horfur.


Í tilkynningu segir að frumkvæðið að fundinum komi frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda að höfðu samráði við sveitarfélagið og fleiri sem að fundinum koma.

Ástæða fundarins er einkum innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem óttast er að hafi alvarleg áhrif á Vopnafirði sem á meira undir uppsjávarveiðum en mörg önnur sveitarfélög.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

1. Stefán Grímur Rafnsson, oddviti, setur fundinn.
2. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda hf.: Viðbrögð HB Granda við viðskiptabanni og loðnubresti.
3. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar: Viðhorf Byggðastofnunar og möguleg næstu skref.
4. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra: Sjónarhorn stjórnvalda.
5. Ólafur K. Ármannsson, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, stýrir pallborðsumræðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar