Stjórn skógræktarstöðvarinnar Barra fór fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun vikunnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir mikinn samdrátt í skógrækt eftir hrun hafa grafið undan verkefnastöðu fyrirtækisins. Hann vonast að hægt verði að halda verkefnum félagsins á svæðinu.
Verðmætt gagnasafn um samfélagið okkar: Austurbrú tekur við Sjálfbærniverkefninu
Austurbrú hefur tekið við umsjón Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar á Austurlandi af Þekkingarsetri Þingeyinga. Verkefnisstjórinn segir að verið sé að þróa verðmætt og einstakt gagnasafn.
Gert ráð fyrir 25 milljóna afgangi af rekstri Djúpavogshrepps
Gert er ráð fyrir um 25 milljóna króna afgangi af rekstri Djúpavogshrepps á árinu. Sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum.
Nýtt vinnslumet á Vopnafirði
Met var slegið í vinnslu og frystingu á uppsjávarafurðum hjá HB Granda á Vopnafirði á síðasta ári en heildarframleiðslan var rúm 32.000 tonn.
Rekstur Fljótsdalshrepps á núllinu
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps gerir ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði við núllið á þessu ári. Stærstu framkvæmdirnar eru á sviði samgöngumála og uppbyggingar í ferðaþjónustu.
Mikill flúor í dýrum í Reyðarfirði en ekki merki um eitrun
Óvenjuhátt flúorgildi mælist í sláturfé og grasbítum í Reyðarfirði. Ekki hafa fundist merki um eitrun en sérfræðingar telja ástæðu til að fylgjast áfram með dýrunum. Of mikill flúor fór út frá álveri Alcoa Fjarðaáls síðasta sumar þar sem mengunarbúnaður bilaði.
Bragasynir gjaldþrota
Verktaka- og jarðvinnufyrirtækið Bragasynir á Eskifirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til opinberra aðila síðan það var stofnað.
Strætó milli Akureyrar og Egilsstaða
Nýjungar verða í almenningssamgöngum á Norður- og Norðausturlandi frá og með 2. janúar 2013, þegar Strætó mun hefja akstur á svæðinu. Þessi nýjung mun leiða til fleiri ferða og aukinnar þjónustu á svæðinu. Þrjár leiðir verða í boði: Siglufjörður – Akureyri, Egilsstaðir - Akureyri og Þórshöfn - Akureyri í gegnum Húsavík.
Torgið úrskurðað gjaldþrota
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Hækkun vatnsborðs meiri en reiknað var með eftir virkjun
Vatnsyfirborð Jökulsár í Fljótsdal, Lagarins og Lagarfljóts hefur almennt hækkað meira eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta á einkum við um Úthérað. Rennsli vatnsfallanna er hins vegar jafnara en áður. Áhyggjur eru af hækkun grunnvatns á náttúruminjar.
HAUST hafnar umsóknum um starfsleyfi fyrir fiskeldi í þremur fjörðum
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur hafnað umsóknum um fimmtán starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna fiskeldi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Eftirlitið telur að gengið væri mjög nærri burðarþoli svæðanna með úthlutun leyfanna.
Dæmdur til að greiða 15 milljónir fyrir brot á skattalögum
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Smiða ehf. var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir „meiri háttar brot á skattalögum.“ Honum ber að auki að greiða tæpar 15 milljónir í sekt.