„Gætum verið samkeppnishæf við evrópsk fyrirtæki"

Vélsmiðjan Stálstjörnur á Seyðisfirði er tiltölulega lítill vinnustaður en hefur þó sinnt mjög fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin. Eitt af því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er brúarsmíði. Frá árinu 2000 hefur fyrirtækið smíðað og komið að byggingu fimma brúa um land allt.  Síðasta haust var þar lokið við brú sem reist var yfir Þverá hjá Odda, austan við Hvölsvöll.

Lesa meira

Golden Globe verðlaunahafi söng um ævintýri Ringo Starr í Atlavík

Hildur Guðnadóttir varð nýliðna nótt annar Íslendingurinn til að hljóta Golden Globe verðlaunin en hún fékk þau fyrir frumsamda tónlist í kvikmyndinni um Jókerinn. Áður en Hildur öðlaðist frama í kvikmyndatónlist var hún í popphljómsveit og söng þar um komu Ringo Starr á Atlavíkurhátíðina árið 1984.

Lesa meira

„Draumur að gefa út disk með íslenskum þjóðlögum“

Þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og söngkennari á Héraði og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari mynda dúettinn Duo Fjara. Þau tóku upp sína fyrstu plötu í september síðastliðnum. Á plötunni, sem heitir „Náttsöngur“ er að finna íslenska tónlist, óþekktar perlur, þjóðlög, sönglög og nýjar tónsmíðar.

Lesa meira

35.000 metrar syntir í Stefánslaug

Gamlárssund sunddeildar Þróttar fór fram á gamlársdag síðastliðinn. Syntir voru tæpir 1400 ferðir í Stefánslaug í Neskaupstað. Það gera um 35.000 metra. Var þetta fjáröflunarsund og söfnuðust rúmlega 50 þúsund krónur.  

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2019?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.

Lesa meira

Austfirðingur ársins 2019

Ellefu tilnefningar eru til nafnbótarinnar Austfirðings ársins 2019. Kosning er hafin og stendur til miðnættis mánudaginn 13. janúar.

Lesa meira

Stærsta jólatré á Austurlandi, kannski Íslandi?

Reyðfirðingarnir Sindri Brynjar Birgisson og María Emma Arnfinnsdóttir réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur nýafstaðin jól. Réttara væri að segja að þau hafi ekki ráðist á lægsta tréð.  Þau fengu sér 4,2 metra hátt tré í stofuna sem Austurfrétt telur vera hæsta tré landins hjá fjölskyldu - þangað til annað kemur í ljós.

Lesa meira

SÚN veitti 66 milljónir í styrki á árinu

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) hefur veitt 66 milljónum króna í styrki til samfélagsmála á Norðfirði á árinu. Seinni úthlutun ársins var fyrr í þessum mánuði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.