Ólafur Darri les Aðventu Gunnars

Ólafur Darri Ólafsson, einn þekktasti leikari þjóðarinnar, mun á sunnudag lesa upp úr Aðventu, bók Gunnars Gunnarssonar.

Hefð hefur verið fyrir því að lesið sé upp úr Aðventu í Gunnarshúsum, annars vegar á Skriðuklaustri í Fljótsdal, hins vegar Dyngjuvegi 8 í Reykjavík – sem og reyndar fleiri stöðum í heiminum – um þetta leyti árs.

Vegna samkomutakmarkana verður því ekki viðkomið í ár en þess í stað verður upplesturinn sendur út í gegnum netið.

Lesari að þessu sinni er Ólafur Darri Ólafsson leikari sem í haust hreif landsmenn með sér í hlutverki annars Benedikts í þáttaröðinni um Ráðherrann. Í þáttunum var óspart vísað í sögu Gunnars og er Ólafur Darri því ekki óvanur að fylgja Leó og Eitli til fjalla.

Lesturinn fer í loftið kl. 13.30 sunnudaginn 13. des. og verður hlekkur á hann aðgengilegur á Facebook-síðum Skriðuklausturs og Rithöfundasambands Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.