Þjóðleikhússtjóri vill efla tengslin við landsbyggðina

„Það er mikilvægt fyrir Þjóðleikhúsið að sýna í verki að það sé leikhús allra landsmanna,“ sagði Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri í samtali við Austurfrétt, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við aukasýningu á einleikinn Maður sem heitir Ove, sem sýndur verður í Valaskjálf á laugardaginn.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Skinka, ostur og E.Finnsson alltaf til í ísskápnum

Þorlákur Ægir Ágústsson, stjórnarformaður minningarsjóðs um Ágúst Ármann, er í yfirheyrslu vikunnar en úthlutað var nýverið í fyrsta sinn úr sjóðnum. „Sjóðurinn hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir tónlistarnema. Stór hluti af tónlistarnámi er ekki styrkhæfur og oft á tíðum þurfa tónlistarnemar að vera á almennum leigumarkaði meðan á námi stendur með tilheyrandi kostnaði. Því getur styrkur sem þessi komið sér vel,“ segir Þorlákur Ægir.

Lesa meira

Býður fólki heim í stofu til að versla

„Stofubúin mín átti að lifa síðasta sumar en er hér enn og er að taka á sig breytta mynd og þróast,“ segir Erna Helgadóttir, verslunareigandi á Seyðisfirði.

Lesa meira

„Endómetríósan hefur látið mig efast um sjálfa mig“

„Mér var iðulega sagt að harka af mér og taka parkódín. Fara út að ganga ef mér væri svona illt, það myndi laga allt. Mér var líka sagt að ég væri sérhlífin og þyldi ekki neitt. „Konur eru ekki að taka sér frí frá vinnu útaf túrverkjum“, var eitthvað sem maður heyrði oft,“ segir Jóhanna Seljan, fulltrúi á Vegagerðinni á Reyðarfirði.

Lesa meira

Helgin: Einar Mikael ætlar að galdra fyrir Austfirðinga

Töframaðurinn Einar Mikael verður á ferð um Austurland næstu vikuna með nýja sýningu sem hann kallar Töfraheim. Gettu betur lið ME mætir Flensborg á sama tíma og Höttur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta að ári.

Lesa meira

Hefur myndað kirkjur landsins undanfarin ár

Reyðfirðingurinn Ásgeir Metúsalemsson hefur haft áhuga á ljósmyndun frá því hann var strákur og á stórt safn mynda. Ásgeir sagði frá myndaáhuga sínum í þættinum Að austan á N4.

Lesa meira

„Við erum með leiðir og lausnir fyrir alla“

„Við bjóðum upp á fjarþjálfun fyrir alla sem vilja vera með, en sú leið er fullkomin fyrir fólk hér í næsta nágrenni sem hefur ekki tök á þvi að koma á æfingar eins oft og það vill. Þetta er einn liður í því hjá okkur að sýna að CrossFit Austur er fyrir alla Austfirðinga. Það geta allir verið með, við erum með leiðir og lausnir fyrir alla,“ segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi CrossFit Austur á Egilsstöðum.

Lesa meira

Tvær tilnefningar austur í barnabókaverðlaunum

Bókaforlagið Bókstafur og höfundurinn Hafsteinn Hafsteinsson voru fulltrúar Austurlands þegar tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur, elstu barnabókaverðlauna landsins, voru kynntar í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.