Allar fréttir
Hlutlæga úttekt vantar um framhald jarðgangagerðar á Austfjörðum
Samgöngubætur og lagning jarðganga sem hluti af þeim hafa að vonum verið drjúgur þáttur í samfélagsumræðu hérlendis allt frá því Strákagöng til Siglufjarðar voru byggð á árunum 1965-1967 og Oddsskarðsgöng um áratug síðar. Framkvæmdir við jarðgöng hafa síðan farið stækkandi með hverjum áratug, nú síðasta með Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum sem hvor um sig eru um 7,5 km á lengd.Egilsbúð verður að alvöru félagsheimili
Í dag fer fram uppboð á rúmum og skápum í Egilsbúið. Verið er að rýma út úr gömlu hótelherbergjunum svo hægt verði að skapa ný rými sem nota á í félagsstarf.
Sameiningarmál: Liggur fyrir að fólk mun ekki missa vinnuna
Sameining Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps gengur ekki út á stórkostlega hagræðingu heldur betri nýtingu á fólki að sögn talsmanna samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Hafnarmál, vald heimamanna og ýmsar framkvæmdir voru meðal þess sem rætt var um á íbúafundi á Seyðisfirði í aðdraganda sameiningarkosninga.Samstarfsnefndin strax fengið aukinn aðgang að þingmönnum
Talsmenn þeirra fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem standa nú í sameiningarviðræðum segja strax vera farið að sjást að sameinað sveitarfélag muni hafa aukinn slagkraft til að tryggja framgang hagsmunamála fremur en hvert sveitarfélaganna fyrir sig í dag. Háskólamenntun, fasteignagjöld og umhverfi ungs fólks í nýju sveitarfélagi var meðal þess sem rætt var um á fjölsóttum íbúafundi um mögulega sameiningu á Egilsstöðum í gær.SÚN byggir útsýnispall við Norðfjarðarvita
Á dögunum samþykkti Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað að hefja framkvæmdir við útsýnispall við Norðfjarðarvita. Fyrirverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson fékk hugmyndina eftir að hann áttaði sig á möguleikum svæðisins.