Allar fréttir

Garnaveiki greind á bæ í Fellum

Matvælastofnun hefur staðfest að garnaveiki hafi greinst á sauðfjárbúinu Refsmýri í Fellum. Tryggja þarf bólusetningu gegn veikinni á Héraði.

Lesa meira

„Hárrétt að biðja um aðstoð björgunarsveitar“

Björgunarsveitin Jökull aðstoðaði konu, sem hafði slasast á fæti, á göngu á Rauðshaug á Fljótsdalshéraði á þriðjudagskvöld. Með konunni í för voru tvö börn. Formaður björgunarsveitarinnar segir konuna hafa tekið rétta ákvörðun með að óska eftir hjálp.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu í fullum gangi

Mánuður er í dag liðinn síðan hægt var að byrja að kjósa utankjörfundar í kosningum um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Formaður samstarfsnefndar sveitarfélaganna hvetur þá sem kjósa utan svæðisins til að gera það tímanlega.

Lesa meira

Höggið af loðnubresti hlutfallslega þyngst á Vopnafirði

Útsvarstekjur Vopnafjarðarhrepps drógust saman um 5,6% á fyrri helmingi ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Tekjutap hreppsins og Fjarðabyggðar vegna loðnubrests er samanlagt metið á um 300 milljónir. Sjávarútvegssveitarfélög krefjast þess að fá hluta af auðlindagjaldi í sjávarútvegi til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf sem mætt geti sveiflum sem þessum.

Lesa meira

Hrókeringar á Djúpavogi

Stofnfundur Skákdeildar ungmennafélagsins Neista í Djúpavogi var haldinn í gærkvöldi. Hugmyndin að deildinni fæddist eftir að tekin var upp skákkennsla í Djúpavogsskóla.

Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 12% í ágústmánuði

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 12% í ágústmánuði samanborið við sama mánuð árið 2018. Mesta fjölgunin á landsvísu var á Suðurnesjum eða 19%. Á einum stað fækkaði gistinóttum og var það á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.