Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn Startup Tourism rennur út á miðnætti. Markmið hans er að fjölga afþreyingatækifærum í ferðaþjónustu. Eitt austfirskt fyrirtæki hefur farið í gegnum hraðalinn allan þau fjögur ár sem hann hefur verið haldinn.
Upplýsingar frá Íslendingum sem flust höfðu til Kanada höfðu mikil áhrif á baráttu Íslands fyrir fullveldi og uppbyggingu í landinu um það leiti. Þetta var meðal þess sem rætt í Verkmenntaskóla Austurlands þegar 100 ára fullveldi Íslands var fagnað þar í morgun.
Björg Gunnlaugsdóttir, UÍA, setti um síðustu helgi Íslandsmet í 600 metra hlaupi 12 ára stúlkna innanhúss á Silfurleikum ÍR. Björg hlaut alls þrenn gullverðlaun á mótinu.
Undanfarna mánuði hefur Hús Handanna á Egilsstöðum unnið að þróun nýrrar vöru í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur vöruhönnuð og Eik á Miðhúsum og framleitt að hluta hjá Pes grafískri hönnun í Fellabæ.
Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Frá því eru liðin hundrað ár og þess hefur verið minnst um land allt á árinu með ýmis konar viðburðum sem meðal annars verða á fjórum stöðum á Austurlandi um helgina. Ýmislegt annað verður einnig um að vera í fjórðungnum.
Dagskrá fullveldishátíðarinnar á Egilsstöðum á laugardag lauk á því að gestir risu úr sætum sínum. 100 ára afmælis fullveldis Íslands var fagnað víða um fjórðunginn þrátt fyrir fannfergi.
„Nei, ertu alveg galin, ég hleypi þeim nú ekki beint í kræsingarnar,“ segir tröllkonan Grýla, aðspurð að því hvort hún ætli að mæta með börnin sín á hina árvissu Grýlugleði sem haldin verður á Skriðuklaustri á sunnudaginn. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.