„Leikþættirnir gerast á mismunandi stigum jólaundirbúnings. Sá fyrri í október, en sá seinni á aðfangadag. Við hönnun leikmyndar þess seinni var markmiðið okkar að láta líta út eins og jólin hefðu gubbað á sviðið. Og ég held að okkur hafi alveg tekist það," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, annar tveggja leikstjóra á jóladagskrá Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Jól í poka.
Austfirskir rithöfundar mynda meirihlutann í árlegri rithöfundalest sem leggur af stað um fjórðunginn í kvöld. Ferðalagið snýst ekki síður um að mynda samband milli rithöfunda heldur en upplesturinn sjálfan.
Heimildamyndin Litla-Moskva, sem fjallar um sögu sósíalistanna sem voru við völd í Neskaupstað fram eftir 20. öldinni, verður sýnd í Egilsbúð um helgina. Leikstjórinn segist spenntur fyrir að sýna myndina eystra.
Fulltrúar í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa náð niðurstöðu um vinnuheiti á væntanlegt sameinað sveitarfélag og meginmarkmið í viðræðunum.
„Rithöfundalestin er mjög skemmtileg og mikilvæg viðbót við menningarlífið á Austurlandi,“ segir Héraðsbúinn og skáldið Stefán Bogi Sveinsson, sem ferðast með lestinni um Austurland um helgina og les upp úr ljóðabók sinni Ópus sem kom út fyrir stuttu. Stefán Bogi er í yfirheyrslu vikunnar.
Austfirska kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar var að senda frá sér jólaplötuna Jól sko!, en útgáfuhóf verður haldið í Mathöllinni á Granda á morgun föstudag.