Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Frá því eru liðin hundrað ár og þess hefur verið minnst um land allt á árinu með ýmis konar viðburðum. Austurland er ekki undanskilið og þar var hrint í framkvæmd metnaðarfullu verkefni sem ber heitið „Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?“ Þar tóku átta austfirskar mennta-, menningar- og rannsóknastofnanir sig saman til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi, sjálfbærni og tengslin þar á milli.
„Þetta er pínu viðkvæmt mál því það er svo mörgum sem finnst þetta fallegt,“ segir Lára Björnsdóttir, landvörður á Austfjörðum, sem klippti á fyrsta „ástarlásinn“ á svæðinu í vikunni.
Búist er við að veginum yfir Fjarðarheiði verði lokað seinni partinn í dag og ófært verði yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi eftir að þjónustu lýkur í kvöld.
Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður hjá Sókn lögmannsstofu á Egilsstöðum, varð nýverið fyrsti Íslendingurinn til að ljúka meistaranámi á sviði orkuréttar sem fjórir evrópskir háskólar standa saman að. Lokaritgerð Hilmars fjallaði um áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins á Ísland sem mikið hafa verið rædd hérlendis. Hann segir umræðuna sem verið hefur í gangi um orkupakkann að undanförnu á villigötum.
Verkmenntaskóli Austurlands fékk í gær afhentan grænfánann, viðurkennngu fyrir skóla fyrir að sinna umhverfisverkefnum. Sérstök umhverfisnefnd hefur verið starfandi innan skólans frá haustinu 2016
Útgerðarmenn á Austurlandi treysta á að áfram verði haldið leit að loðnu en nánast ekkert fannst í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Ýmsar blikur eru á lofti með sveiflur í uppsjávartegundum sem Austfirðingar byggja mikið á.
Jákvætt hugarfar skiptir lykilmáli í hvernig fólk tekst á við hlutina þegar það mætir eiginleikum. Besta leiðin til að skapa jákvætt andrúmsloft í hópi er að tryggja að allir hafi þar hlutverk.