Iryna Boiko flutti til Borgarfjarðar eystra fyrir sjö árum úr úkraínskri stórborg til að geta búið með manninum sínum sem fékk þar atvinnu. Hún segir Borgfirðinga hafa tekið sér opnum örmum en vildi gjarnan að þeir væru fleiri.
Framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins Bremenports spáir því að fyrsti vísir að hafnaraðstöðu í Finnafirði verði tilbúinn árið 2025. Fjárfestingasjóður í eigu Guggenheim fjölskyldunnar hefur sýnt áhuga á að taka þátt í verkefninu.
Djúpið, leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, frumsýnir í kvöld söngleikinn Mamma Mia! í Egilsbúð í Neskaupstað. Leikstjórinn segir nokkurt púsl hafa verið að setja á fjalirnar leikrit sem innihaldi fleiri tónlistaratriði heldur en leikna þætti en allt sé tilbúið til frumsýningarinnar.
Berglind Häsler, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, gerði matvælaframleiðslu á Íslandi að umtalsefni í jómfrúarræðu sinin á Alþingi í dag. Berglind situr á þingi þessa dagana sem varamaður þar sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er fjarverandi.
Forsvarsmenn danska skipasmíðafyrirtækisins Karstensens Skibsværft eru hæstánægðir með að hafa orðið fyrir valinu við gerð nýs Barkar NK fyrir Síldarvinnsluna.