Allar fréttir

Körfubolti: Kærkomið að fá auka viku í undirbúninginn

Þrír nýir erlendir leikmenn mæta til leiks með liði Hattar sem leikur sinn fyrsta leik á leiktíðinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar Sindri frá Höfn kemur í heimsókn í kvöld. Stefnan er sett á að vera annað af þeim tveimur liðum sem kemst upp úr deildinni og spilar í úrvaldsdeildinni að ári.

Lesa meira

Tóku málin í sínar hendur austur í rassgati

Pönk og rokktónleikahátíðin Orientu Im Culus eða Austur í Rassgati verður haldin í annað sinn í Egilsbúð þann 19. október 2019. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum og tónleikahaldarar lofa miklu stuði og pönki.

Lesa meira

Er SSA tímaskekkja?

Nú líður að næsta ársþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Samtökin voru stofnuð árið 1966 og þá samanstóðu þau af um 20 sveitarfélögum. Á þeim tíma höfðu sveitarfélög hér fyrir austan virkilega þörf fyrir vettvang þar sem hægt var að vinna að framgangi sameiginlegra hagsmunamála enda voru sveitarfélögin þá mörg og máttlítil en sameinuð voru þau sterkari. Þá voru samgöngur stopulli, hringvegurinn ekki kominn til sögunnar og tæknin ekki með þeim hætti að forsvarsmenn sveitarfélaga gætu haft samskipti við opinberar stofnanir eins og nú tíðkast.

Lesa meira

Hækkandi fasteignamat eykur útgjöld íbúa

Fasteignamat í fjórum byggðarlögum á Austurlandi hækkar um 13-18% á milli ára. Hækkunin á tveggja ára tímabili nemur 20-30%. Í kjölfarið hækka fasteignagjöld. Nokkur umræða hefur verið í austfirskum sveitarstjórnum vegna hækkandi gjalda.

Lesa meira

Sameiningarmál: Skuldir tvöfaldast á hvern íbúa utan Héraðs

Skuldir aukast á hvern íbúa í Seyðisfjarðarkaupstað, Borgarfjarðarhreppi og Djúpavogshreppi verði af sameiningu þeirra við Fljótsdalshérað í lok mánaðarins. Á sama tíma á að aukast svigrúm til framkvæmda á stöðunum sem haldið hefur verið aftur af. Fjármál sameinaðs sveitarfélags, almenningssamgöngur og þjónusta við íbúa var meðal þess sem tekið var fyrir á íbúafundi um sameininguna á Djúpavogi í gærkvöldi.

Lesa meira

Ingibjörg í framboð til ritara VG

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til ritara Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins eftir rúma viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar