Allar fréttir

Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku konu á fertugsaldri í 30 daga fangelsi fyrir að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan á að baki langan brotaferil.

Lesa meira

Hlutlæga úttekt vantar um framhald jarðgangagerðar á Austfjörðum

Samgöngubætur og lagning jarðganga sem hluti af þeim hafa að vonum verið drjúgur þáttur í samfélagsumræðu hérlendis allt frá því Strákagöng til Siglufjarðar voru byggð á árunum 1965-1967 og Oddsskarðsgöng um áratug síðar. Framkvæmdir við jarðgöng hafa síðan farið stækkandi með hverjum áratug, nú síðasta með Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum sem hvor um sig eru um 7,5 km á lengd.

Lesa meira

Egilsbúð verður að alvöru félagsheimili

Í dag fer fram uppboð á rúmum og skápum í Egilsbúið. Verið er að rýma út úr gömlu hótelherbergjunum svo hægt verði að skapa ný rými sem nota á í félagsstarf. 

Lesa meira

Sameiningarmál: Liggur fyrir að fólk mun ekki missa vinnuna

Sameining Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps gengur ekki út á stórkostlega hagræðingu heldur betri nýtingu á fólki að sögn talsmanna samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Hafnarmál, vald heimamanna og ýmsar framkvæmdir voru meðal þess sem rætt var um á íbúafundi á Seyðisfirði í aðdraganda sameiningarkosninga.

Lesa meira

Samstarfsnefndin strax fengið aukinn aðgang að þingmönnum

Talsmenn þeirra fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem standa nú í sameiningarviðræðum segja strax vera farið að sjást að sameinað sveitarfélag muni hafa aukinn slagkraft til að tryggja framgang hagsmunamála fremur en hvert sveitarfélaganna fyrir sig í dag. Háskólamenntun, fasteignagjöld og umhverfi ungs fólks í nýju sveitarfélagi var meðal þess sem rætt var um á fjölsóttum íbúafundi um mögulega sameiningu á Egilsstöðum í gær.

Lesa meira

SÚN byggir útsýnispall við Norðfjarðarvita

Á dögunum samþykkti Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað að hefja framkvæmdir við útsýnispall við Norðfjarðarvita. Fyrirverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson fékk hugmyndina eftir að hann áttaði sig á möguleikum svæðisins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.