Karlmaður, sem í gær var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af héraðsdómi Austurland hefur ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Landsréttar. Hann er sakaður um tilraun til manndráps með að hafa stungið annan mann með hnífi.
Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti /12, hin sjötta úr sýningarröðinni sem sett er upp á Djúpavogi, opnar í gömlu Bræðslunni þar á morgun. Sýningin er farin að vekja á Djúpavogi sem myndlistarsvæði og listamenn sem tengjast sýningunni sýna vaxandi áhuga á að dveljast á staðnum.
Sex leiðsögumenn hafa tilkynnt sig til veiða á fyrsta degi hreindýraveiðitímabilsins sem hófst á miðnætti. Umsjónarmaður veiðanna segir alltaf spennu á fyrsta degi þótt færri séu líklega á ferðinni nú en oft áður.
Hljómsveitin Thingtak er meðal þeirra sveita sem koma fram á hliðarsviði Eistnaflugs, þar sem hún spilaði í gærkvöldi. Hljómsveitin hefur verið lengi að og á sinn fylgjendahóp sem ávallt hvetur meðlimi sveitarinnar til að afklæðast á sviðinu.
Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (LungA) var sett á Seyðisfirði í tuttugasta sinn á laugardagskvöld. Yfir 100 þátttakendur taka þátt í listasmiðjum hátíðarinnar að þessu sinni en í boði eru fjöldi aukaviðburða sem gestir og gangandi geta notið.
Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir koma fram á fernum tónleikum á Austurlandi um helgina á árlegu tónleikaferðalagi sínu um landið. Efnisskráin inniheldur bæði íslenskar söngperlur og Abba-lög og spilað er bæði í félagsheimilum og heimahúsum.