Allar fréttir

Une Misére, Vintage Caravan og Vicky stóðu upp úr á Eistnaflugi

Hljómsveitirnar Une Misére, Vintage Caravan og Vicky áttu bestu tónleikana á nýafstöðnu Eistnaflugi að mati dómnefndar Austurgluggans. Margir fögnuðu áherslu á íslenskar hljómsveitir en settu um leið spurningamerki við hversu vel Egilsbúð væri í stakk búin fyrir hátíðina.

Lesa meira

Axarvegur í samvinnu ríkis og einkaaðila?

Axarvegur er ein þeirra framkvæmda sem ráðist verður í á næstunni í samvinnu ríkis og einkaaðila verði frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að fela einkaaðilum fjármögnun vegaframkvæmda að lögum.

Lesa meira

Gleði og gaman á LungA - Myndir

Listahátíðinni LungA á Seyðisfirði lauk um helgina með stórtónleikum og uppskeruhátíð. Austurfrétt var meðal þeirra sem mættu á svæðið og fangaði stemminguna.

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingum þykir vænt um Franska daga

Dagskrá bæjarhátíðar Fáskrúðsfirðinga, Franskra daga, hófst í gærkvöldi þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segist hlakka til að sjá afrakstur undirbúningsvinnunnar.

Lesa meira

Dyrfjallahlaup breyttist í Breiðuvíkurhlaup

Vegna þoku var brugðið á það ráð að hlaupa frá Borgarfirði yfir í Breiðuvík frekar en upp í Dyrfjöll í árlegu Dyrfjallahlaupi sem fram fór um helgina. Skipuleggjandi segir það hafa komið á óvart hversu mikil ánægja var með varaleiðina. Þorsteinn Roy Jóhannsson og Elísabet Margeirsdóttir komu fyrst í mark eftir að hafa fylgst að nær alla leiðina.

Lesa meira

Efniviður í listaverkin af ruslahaugunum

Endurnýting efniviðar í listsköpun var áberandi á uppskeruhátíð listahátíðarinnar LungA á föstudag. Leiðbeinendur í listasmiðjum vikunnar beindu þátttakendum markvisst inn á þær brautir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.