Allar fréttir

Hoffellið til makrílveiða í kvöld

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar heldur til makrílveiða í kvöld. Venus frá Vopnafirði er þegar kominn á miðin. Skip Eskju fara út um helgina en enn eru nokkrir dagar í að vinnsla byrji hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

Lesa meira

Tvennir tónleikar á Skriðuklaustri á næstunni

„Þetta verða rosalega skemmtilegt, við flytjum gömlu Eyjalögin sem svo margir þekkja í örlitlum „djassfíling” sem lyftir þeim á nýjan stall,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem verður með tónleika á Skriðuklaustri annað kvöld ásamt píanóleikaranum Sigurði Helga Oddssyni. Eftir rúma viku troða þau Hera Björk Þórhallsdóttir og Björn Thoroddsen upp á sama stað.

Lesa meira

Minna íbúa á að læsa húsum sínum

Lögreglan á Egilsstöðum minnir íbúa á að vera á varðbergi og læsa húsum sínum. Tilkynningar hafa borist um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu.

Lesa meira

„Kemst eins nálægt því að upplifa bardaga og hægt er”

„Ég held að nýting á sýndarveruleikatækninni muni aukast mjög í miðlun á sögu og ýmsu öðru á næstu árum. Það er gaman fyrir okkur að vera í fararbroddi í þeim málum, en alveg sama hvaða tækni er nýtt þá skiptir innihaldið alltaf mestu máli, að hafa einhverju sögu að segja,” segir Borgfirðingurinn Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sögusetursins, 1238 Baráttan um Ísland, sem staðsett er á Sauðárkróki.

Lesa meira

Brugghús og heilsulind á Heyklifi?

Brugghús, veitingastaður og hótel með heilsulind eru helstu hugmyndir félags sem áformar framkvæmdir á Heyklifi á Kambanesi í sunnanverðum Stöðvarfirði. Markmiðið á að vera að byggja upp einstaka hágæða ferðaþjónustu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.