Allar fréttir
Bongóblíða á Austurlandi
Nú er sannkölluð sumarblíða á Austurlandi og hiti um og yfir 22 stig og hvergi lægri en 15 gráður. Heiðskírt er víðast um fjórðunginn og hægur vindur. Margt er ferðamanna um allar trissur og tjaldsvæði víða þétt setin. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.Körfubolti: Heldur Höttur deildarsætinu?
Svo kann að fara að Höttur, sem féll úr fyrstu deild karla í körfuknattleik í vetur, haldi sæti sínu í deildinni.Fín síldveiði um helgina
Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin á sunnudagskvöld og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. Skipið var í gærkvöld á landleið með afla og vantaði aðeins um 100 tonn upp á að fullfermi hafi verið náð. Í gærmorgun voru Faxi og Lundey komin með um 260 tonna afla eftir nóttina og var þeim afla dælt í tanka Lundeyjar.
Tveir fluttir suður eftir bílveltu
Tveir einstaklingar voru fluttir til Reykjavíkur og þrír norður til Akureyrar eftir bílveltu í Grænafell í Reyðarfirði í nótt.Plasthrekkur á Djúpavogi
Fréttavefurinn Djúpivogur.is greinir frá því að þann 22. júní hafi orðið undarlegur atburður í bænum. Þegar íbúi nokkur í Borgarlandi ætlaði að setjast inn í bílinn sinn að morgni til sá hann sér til mikillar undrunar að það var búið að pakka bílnum inn í tugi metra af glærri plastfilmu. Myndband af innpökkuninni er nú á Youtube.
HSA: Ríflega 250 milljóna króna niðurskurður á árinu
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið gert að skera niður um 55-60 milljónir króna í viðbót við áður fyrirhugaðan 200 milljóna króna niðurskurð ársins. Tímabundinna lokanna má vænta á ákveðnum starfsstöðum. Öll bráða- og neyðarþjónusta verður starfrækt áfram.