Plasthrekkur á Djúpavogi

Fréttavefurinn Djúpivogur.is greinir frá því að þann 22. júní hafi orðið undarlegur atburður í bænum. Þegar íbúi nokkur í Borgarlandi ætlaði að setjast inn í bílinn sinn að morgni til sá hann sér til mikillar undrunar að það var búið að pakka bílnum inn í tugi metra af glærri plastfilmu. Myndband af innpökkuninni er nú á Youtube.

snyrtilega_innpakkaur_bll.jpg

Eftir harðvítuga baráttu við plastið með skærum og hnífsbrögðum komst eigandinn inn í bílinn, þá orðinn alltof seinn til vinnu.  

Nú spyrja íbúar í Borgarlandinu sig hvaða hrekkjalómur hefur verið á ferð með plastfilmu þessa og sömuleiðis spyrja menn sig hvort hann muni láta til skarar skríða aftur.  

Nú hefur hrekkjalómurinn gerst svo djarfur að setja myndband af atburðinum inn á Youtube. Hér má sjá myndbandið á vef Djúpavogs.

Óskar vefurinn jafnframt eftir ábendingum um það hver hrekkjalómurinn dularfulli geti verið.

 

Mynd/Vefur Djúpavogs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.