Humarhátíð á Höfn er formlega sett í dag, þrátt fyrir að hún hafi hafist fyrr í vikunni. Í fyrra komu 2000 gestir á hátíðina og er búist við öðru eins í ár. Íbúar og gestir hátíðarinnar borða humar eins og þeir geta í sig látið, eldaðan og framreiddan með ýmsum hætti. Fjölmörg skemmtiatriði eru á boðstólum, tónlist og íþróttakeppnir.
Þórir SF 77 nýtt skip Skinneyjar Þinganess og hið síðara sem smíðað var í Taiwan kom til Hornafjarðar 30. júní. Öll skip fyrirtækisins að undanskyldu Þinganesinu sem var í slipp, sigldu fánum prýdd til móts viðÞóri ogtóku á móti honum skammt vestan við Hvanney. Síðan sigldu öll skipintil hafnar með nýja Þóri í fararbroddi.
Nú standa yfir endurbætur á þjóðvegum í þéttbýli á Eskifirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Eru það einkum malbiksframkvæmdir og stærsti þáttur þeirra á þjóðbrautinni gegnum Neskaupstað. Er þar um að ræða vegkafla frá gamla frystihúsinu að Mána og frá Netagerðinni að Olís.Einnig er verið að lagfæra skemmdir vegna framkvæmda á vegum RARIK og Mílu,í götum og á gangstéttum.
Á vef sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs er vitnað í grein Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum um umgengni í og við þéttbýlið. ,,Í Austurglugganum, sem kom út fyrir viku, skrifar Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum þarfa grein, þar sem hann ávítar íbúa, fyrirtæki og sveitarfélagið fyrir slæglega umgengni og hvetur alla aðila til að girða sig í brók, taka til í kring um sig og ganga vel um einkalóðir og opin svæði.
Gistiframboð hefur nú aukist enn frekar á Seyðisfirði. Þannig hefur nú opnað Gistiheimilið Norðursíld norðan og utanvert í Seyðisfirði og að Austurvegi 17 er íbúð til útleigu fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða litla hópa. Þá býður Skálinn sf. upp á heimagistingu í bænum. Fyrir eru m.a. Hótel Aldan, Farfuglaheimilið Hafaldan og Skálanes.
Heldur er að draga saman í innanlandsfluginu milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands hefur farþegum í flugi milli staðanna fækkað um 19% það sem af er ári.
Skip Síldarvinnslunar í Neskaupstað, Birtingur og Súla, rákust saman í svartaþoku á miðunum austan af landinu í vikunni. Súlan skemmdist talsvert, en verið er að meta þær. Engin slys urðu á mönnum.