Allar fréttir

Landsbankinn leggur fram gögn

Landsbankinn hefur nú lagt fram upplýsingar sem hann neitaði AFLi  Starfsgreinafélagi og öðrum viðskiptavinum um í byrjun nóvember síðastliðnum. AFL stefndi bankanum og Landsvaka, peningamarkaðsfyrirtæki bankans í kjölfarið og krafðist ýtarlegra gagna um viðskipti síðustu vikur fyrir lokun sjóðsins, upplýsinga um verkferla og möguleg innherjaviðskipti síðust vikur sjóðsins.

westf07482.jpg

Lesa meira

Launafl styrkir vatnsverkefni kirkjunnar

Launafl í Fjarðabyggð hefur gefið Hjálparstofnun kirkjunnar fé til kaupa á tveimur vatnsbrunnum. Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri Launafls og Ágúst Sæmundsson, rafvirkjameistari, afhentu kirkjunni á Reyðarfirði ávísun að andvirði 260 þúsund króna rétt fyrir helgi. Þá stendur til að Launafl, Alcoa og Vélsmiðja Hjalta styrki Verkmenntaskólann í Neskaupstað um tólf milljónir króna samtals til tækjakaupa.

vefur_launafl.jpg

Lesa meira

Starfsmenn Fjarðaáls fá kaupauka á morgun

Á morgun, mánudag, ætlar Alcoa að greiða starfsmönnum Fjarðaáls kaupauka. Hann mun nema mánaðarlaunum, að viðbættu 15% álagi. Áður höfðu Ísal og Norðurál greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Strandaglópur í Hornafirði

Undanfarnar vikur hefur hreindýr haldið sig í Hellinum (eyjunni) sem er við innsiglinguna til Hornafjarðar og er talið líklegt að það hafi synt yfir álinn frá Austurfjörum þar sem nokkur hreindýr hafa verið á beit undanfarið.

Lesa meira

AFL stefnir Landsbanka og Landsvaka

AFL Starfsgreinafélag hefur stefnt Landsbanka Íslands og Landsvaka fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. AFL, sem tapaði um 170 milljónum króna í Landsbankanum í bankahruninu, krefst sundurliðaðs yfirlits yfir eignir peningamarkaðssjóða Landsbankans í september og október nú í haust. AFL segir lög Alþingis um bann við málsókn á hendur bönkum og fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki standast og að ekki verði brotin bankaleynd þó þær upplýsingar sem krafist er verði veittar.

images.jpg

Lesa meira

Skellir gegn Keflavík og KFÍ

Körfuknattleikslið Hattar tapaði tveimur leikjum í seinustu útleikjaferð sinni um helgina. Liðið lenti fyrst í Íslandsmeisturum Keflavíkur í bikarkeppni karla og síðan í KFÍ á Ísafirði.

 

Lesa meira

Búið að semja við Launanefnd sveitarfélaga

Kjarasamningar hafa verið undirritaðir milli AFLs starfsgreinafélags og Launanefndar sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfélaganna tíu á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember síðastliðinn. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fara fram í vikunni.

afl_starfsgreinaflag_2.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.