Allar fréttir

Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.

Senda Mæðrastyrksnefnd skötu

Fiskhöllin í Fellabæ ætlar að senda Mæðrastyrksnefnd fimmtíu kíló af kæstri skötu og styðja þannig við úthlutun nefndarinnar til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur þegar sent á fimmta tonn af frystri ísu til Mæðrastyrksnefndar. Þá mun Landsvirkjun láta prestum á Héraði í té kjöt fyrir jólin fyrir þá sem þess þurfa með og Lionsklúbburinn Múli hvetur fólk til að leggja fryst kjöt eða fisk inn hjá Flytjanda á Egilsstöðum og verður þeim matvælum dreift til fólks á Héraði fyrir jólin.

skata4-s.jpg

Heilbrigðisstofnanir fari í sameiginleg innkaup og útboð til að spara fé

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt hugmyndir um stóraukið samstarf á sviði útboða og sameiginlegra innkaupa heilbrigðisstofnana um land allt. Hann segir mjög mikilvægt að heilbrigðisstofnanir vinni saman og beiti útboðum og sameiginlegum innkaupum innanlands og milli landa til að ná frekari hagkvæmni í rekstri. Lauslegt hagkvæmnismat bendir til að draga megi úr kostnaði sem nemur rúmlega 150 milljónir króna árlega með sameiginlegum innkaupum og útboðum lyfja. Með því að standa sameiginlega að útboðum og innkaupum lyfja og lækningavöru má draga enn meira úr rekstarkostnaði í heilbrigðisþjónustunni.

syringe.jpg

Lesa meira

Framlag til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki ákveðið

Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.

 is.jpg

Lesa meira

Kærleikskúla og Grýla gamla á boðstólum

,,Við ætlum að vera vel sýnilegar og verðum með þessa fallegu hluti  til sölu á nokkrum stöðum fyrir jólin," segir Yvette Lau, verkefnastjóri fjáröflunarnefndar Soroptimistaklúbbs Austurlands. Klúbburinn hefur aftur tekið að sér að selja Kærleikskúluna og  Grýlu gömlu fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.

krleikskla1.jpg

Lesa meira

Atvinnuleysi eykst

Atvinnuleysi hefur aukist talsvert á Austurlandi síðustu daga. Í dag eru samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar 120 karlar skráðir atvinnulausir og 80 konur. Í upphafi mánaðarins voru um 140 skráðir. Athygli vekur að yfirleitt hafa konur verið fleiri á atvinnuleysisskrá á Austurlandi en hrun byggingarverktakafyrirtækja undanfarið gerir að verkum að fleiri karlmenn eru nú á skránni. Vinnumálastofnun á Austurlandi gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni enn aukast í fjórðungnum í þessum mánuði.

020118114032welding_101_t.jpg

Fimm austfirsk verkefni fá styrk úr Þjóðhátíðarsjóði

Úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2009 í byrjun mánaðar. Fimm verkefni á Austurlandi hlutu styrk. Skriðuklaustursrannsóknir hlutu einn af fimm hæstu styrkjunum, 1 milljón króna, sem veitt er til greininga á milli grafa úr kaþólskum og lútherskum sið. Vinna á úr gögnum rannsóknarinnar um klausturgarð klausturkirkjunnar á Skriðuklaustri. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir stýrir verkefninu.

thjodhatidarsjodur.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.