Davíð Freyr Jónsson frá Egilsstöðum tók á fimmtudag við verðlaunum fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018. Davíð Freyr fer fyrir fyrirtækinu Auroa Seafood sem ásamt öðrum vinnur að því að þróa vinnsluvélar fyrir sæbjúgu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því að til standi að hækka veiðigjöld á uppsjávarstofna, umfram aðra, um tíu prósent. Bæjarfulltrúi segir þá gjaldtöku sem boðuð er ekki standa undir sér til lengri tíma litið.
„Mætingin var vonum framar, en yfir 100 manns mættu á viðburðinn,“ segir Erla Jónsdóttir, formaður Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, sem stóð fyrir viðburðinum „Útmeð´a“ í Vegahúsinu á Egilsstöðum í vikunni.
Austfirsku frumkvöðlarnir Ásbjörn Þorsteinsson frá Eskifirði og Auðun Bragi Kjartansson frá Egilsstöðum halda úti síðunni WHO CAN SEE YOU, sem bæði er hönnunarmerki og stökkpallur fyrir áhugasama út í heim samfélagsmiðla.
„Ég hef gríðarlegar væntingar, þetta verður helgin sem allt getur gerst,“ segir Pjetur St. Arason, meðlimur í pönksveitinni DDT skordýraeitur stendur fyrir pönkhátíðinni „Orientu im culus – austur í rassgati“ sem haldin verður í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun, laugardag. Pjetur er í yfirheyrslu vikunnar.
Vopnfirðingurinn Sigurður Ólafsson hefur farið víða um heiminn eftir að hann komst á eftirlaun. Hann varð áttræður í ár en lét það ekki aftra sig frá því að fara í svifflug í Ölpunum og reglubundna ferð til Gambíu þangað sem hann heldur í sjöunda sinn í janúar.