Breski auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur styrkt eignarhald sitt á jarðnæði í Vopnafirði með kaupum á meirihluta hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng. Á sama tíma á fyrirtæki hans, Ineos, í viðræðum um kaup á olíu- og gaslindum í Norðursjó.
Gengið verður frá samkomulagi um stofnun tveggja hlutafélaga sem gegna lykilhlutverki við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði fyrir árslok. Talsmenn þýska fyrirtækisins Bremenports segja um langtímaverkefni með víðtækri uppbyggingu að ræða.
27 fyrirtæki af Austurlandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en listinn var kynntur í vikunni. Fimm nýliðar eru í hópnum.
Vegagerðin hefur óskað eftir að Skipulagsstofnun skoði hvort rétt sé að breytingar sem hafa orðið á framkvæmdum við nýjan veg yfir Berufjörð skuli fara í umhverfismat. Vegagerðin er í bið á meðan.
„Ég er fyrir löngu búinn að komast að því að ég þrífst ekki án þess að skapa eitthvað,“ segir Héraðsbúinn Stefán Bogi Sveinsson, sem fagnar nú útgáfu sinnar annarrar ljóðabókar sem ber heitið Ópus. Með bókinni fylgir hljóðdiskur þar sem höfundur les upp við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur meinað Vegagerðinni að taka frekara efni úr Svartagilslæk í Berufirði. Jafnframt skoði Skipulagsstofnun áhrif efnistökunnar.
Rauðakrossdeildin á Vopnafirði hefur nú sameinast við deildina Héraði og Borgarfirði eystra og ber nýja deildin nafnið Rauði krossinn í Múlasýslu. Formaður deildarinnar á Vopnafirði segir sameininguna efla báðar deildir.