Forspátt ljóðskáld

En nú hefur komið í ljós að Ingunn var nokkuð forspá um atburðinn í ljóðum sínum. Í bók hennar „Þráhyggjusögur" frá árinu 2013 er ljóð um ferðamenn sem nota garð foreldra hennar sem útiklósett.
Og stóra spurningin er svo hvort ljóðið, ort með kynngimögnuðu jökuldælsku tungutaki, innihaldi frekar vísbendingar um aðgerðir af hálfu hennar, en það er svohljóðandi:
sveitabær við þjóðveg
sveitin er ekki vörumerki
sauðirnir ykkar
þaðan af síður
er garður foreldra mína
útiklósett fyrir ferðalanga
úr borginni
gagnstætt því sem margir halda
eru jarðir bænda ekki
sameign allra landsmanna
eins og refsinorn
kem ég æðandi með garðslönguna
nema þið hysjið upp um ykkur
eða viljið þið frekar að
ég komi og kúki í garðinn ykkar
í smáíbúðahverfinu