Finnið fimm villur

Skógræktin kynnti í dag nýtt merki stofnunarinnar sem varð til við sameiningu Skógræktar ríkisins við landshlutaverkefnin í skógrækt. Segja má að farin hafi verið örugga leiðin því merkið er kunnuglegt í augum sveitafólks.


Í tilkynningu segir að merkið sé „einfalt að gerði og hafi víða skírskotun. Það minni á tré án þess að vísa sérstaklega til ákveðinna trjátegunda.“

Sjálfur segir hönnuðurinn, Halldór Björn Halldórsson, doktorsnemi í grafískri hönnun í Svíþjóð um merkið þetta um merkið: „Trjástofnar, laufblöð og iðagrænir skógar tilheyra hversdagslífi starfsmanna Skógræktarinnar og þangað er sóttur innblásturinn að nýju merki stofnunarinnar. Hringform merkisins vísar til þeirrar eilífu hringrásar sem á sér stað í lífríkinu og formhreyfingin teygir sig uppávið, áfram og til framtíðar. Mjúk form letursins undirstrika síðan þann lífræna uppruna sem er grunnur allra verka Skógræktarinnar.“

Fram kemur í fimm hönnuðir hafi skilað 18 merkjum í lokaðri samkeppni. Þrjú merki voru valin úr sem kosið var um í almennri kosningu starfsmanna Skógræktarinnar.

Sennilega hafa þeir hugsað til tækjanna sem Skógræktarinnar því tíst er að nýja merkið minni óþægilega mikið á merki landbúnaðarframleiðandans New Holland. Stærsti munurinn er annað er grænt, hitt blátt.

Í tilkynningunni segir að framundan sé að vinna endanlegar reglur um notkun merkisins, svo sem fyrirmæli um leyfilega liti. Væntanlega verður bannað að hafa það í bláu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.