Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmihafa ákveðið að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa, í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.
Soffía Lárusdóttir, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í vor. Soffía er forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi.
Samkaup hf. hafa yfirtekið alla samninga starfsfólks í verslunum Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi, en Samkaup yfirtaka jafnframt allan rekstur verslananna, eins og frá hefur verið greint í fréttum. Engum hefur verið sagt upp fram til þessa utan starfsfólki á skrifstofu KHB.
Á miðvikudag í síðustu viku var starfsfólki allra verslana KHB á Austurlandi boðið með tölvupóstskeyti til fundar á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld, þar sem stjórn skýrði stöðu mála fyrir starfsfólki. Auk starfsfólks á Egilsstöðum mættu starfsmenn KHB á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði á fundinn.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, lýsti því yfir á kjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sem haldið var í Mývatnssveit um helgina, að húngæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hyggst hún þar með hverfa af vettvangi stjórnmálanna.
Mál Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Læknirinn var kærður til lögreglu í gær og hann leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA.
Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar um helgina.
Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson skipa nú 1. og 2. sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sæti í kjördæminu. Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni. Konur yfirgáfu fundinn um stund en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt, sem og tillaga um opið prófkjör.
Formaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bjóða umhverfisráðherra að koma til Austurlands og kynna sér þau jákvæðu áhrif sem álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hefur haft fyrir samfélagið á Austurlandi. Kemur boðið í kjölfar ummæla ráðherrans um að álverið hafi haft neikvæð áhrif á landsvísu og lítil áhrif á Austurlandi. Hér á eftir fer bréf SSA til Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.