Orkumálinn 2024

100 ungmenni við sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli

arnar_petursson_alcoa_sumar11_web.jpgUm eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla eða háskólaskólanemar. Fyrirtækinu bárust um 500 umsóknir í sumarstörf í sumar.

 

Lágmarks aldur sumarafleysingafólks hjá Fjarðaáli er 18 ár og 60% ungmennanna koma af Austurlandi en 40% úr öðrum landshlutum. Unga fólkið dreifist í ýmis störf innan fyrirtækisins en þar af vinna 86 við framleiðslu í kerskála, skautsmiðju og steypuskála.


Áður en sumarfólkið hefur störf hjá Fjarðaáli fara flestir í fjögurra daga starfsþjálfun nema þeir sem stjórna vinnuvélum þurfa átta daga þjálfun. Fjarðaál leggur mikla áherslu á öryggismál og verða allir sem þar starfa að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja slys og óhöpp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.