15,5 milljónir austur til að ljósvæða strjálbýl sveitarfélög

Djúpavogshreppur er í hópi þeirra sveitarfélaga sem fá hæsta styrkinn af sérstakri úthlutun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra til ljósleiðavæðingar strjálbýlla sveitarfélaga.

Fjórtán sveitarfélögum er boðinn alls 90 milljóna styrkur auk þess sem níu milljónir í viðbót fara til þriggja sveitarfélaga sem falla undir verkefnið brothættar byggðir.

10,9 milljónir koma í hlut Djúpavogs sem er þriðja hæsta úthlutunina. Húnaþing vestra fær 11,7 milljónir og Borgarbyggð 15,1. Borgarfjarðarhreppur fær 3,1 milljón úr pottinum. Þá fær Breiðdalshreppur 1,5 milljón sem brothætt byggð.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að markmið styrksins sé að bæta samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum þeirra í samkeppnissjóð fjarskiptasjóðs. Umsóknarferlinum í þann sjóð er lokið og er von á úthlutun á næstu dögum.

Þótt styrkurinn sé ætlaður til framkvæmda árið 2018 geta sveitarfélögin frestað honum um ár sjái þau sér ekki fært að fara í framkvæmdir á árinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.