Leitað að þremur ungum stelpum: Fóru í langa göngu því þær vantaði eitthvað spennandi að gera

egilsstadir 04052013 0001 webÍtarleg leit var gerð að þremur níu ára gömlum stelpum á Egilsstöðum í kvöld. Þær komu fram um miðnættið inni á Völlum. Leit hafði þá staðið í um einn og hálfan tíma.

Stelpurnar lögðu a stað um klukkan hálf átta í kvöld. Að sögn lögreglu fundu þær ekkert spennandi að gera en ákváðu að gera eitthvað í því og lögðu því af stað í göngu.

Leit að þeim hófst á ellefta tímanum í kvöld. Laust fyrir miðnætti komu þær fram á bænum Strönd á Völlum, um 15 km fyrir innan Egilsstaði. Þær voru heilar á húfi en nokkuð kalt því þær voru ekki búnar til langrar göngu.

Þá var búið að fínkemba nær allt þéttbýlið á Egilsstöðum í leit að þeim. Spennuþörf þeirra mun hafa verið svalað og þær lofað að gera þetta aldrei aftur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar