Stefán Grímur leiðir Betra Sigtún

betra sigtun frambodStefán Grímur Rafnsson, vélfræðingur, verður í oddvitasæti nýs framboðslita á Vopnafirði sem kallast Betra Sigtún. Kjarni listans er skipaður fólki á aldrinum 25-35 ára.

Hópurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum Ð. Á meðal stefnumála framboðsins er að auglýsa starf sveitarstjóra, styðja við stofnun leikfélags, tryggja almenningssamgöngur og halda íbúafundi á föstum dagsetningum.

Eftirfarandi eru á listanum:

1. Stefán Grímur Rafnsson, 25 ára, vélfræðingur
2. Friðrik Óli Atlason, 30 ára, framkvæmdastjóri
3. Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, 25 ára, búfræðingur
4. Steingrímur Róbert Árnason, 35 ára, verkamaður
5. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, 32 ára, nemi
6. Hinrik Ingólfsson, 23 ára, smiður
7. Jakobína Ósk Sveinsdóttir, 28 ára, landfræðingur
8. Ingólfur Daði Jónsson, 25 ára, rafvirki
9. Örn Björnsson, 25 ára, verkamaður
10. Svandís Hlín V. Kjerúlf, 33 ára, verkakona
11. Arnar Ingólfsson, 30 ára, kennari
12. Teitur Helgason, 26 ára, vélfræðingur
13. Kári Gautason, 25 ára, ráðgjafi
14. Ingólfur Arason, 50 ára, málarameistari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar