Engir listar í Fljótsdal: Varaoddvitinn hættir í hreppsnefnd

fljotsdalur kjorstjornEin breyting er fyrirsjáanleg á hreppsnefnd Fljótsdalshrepps þar sem varaoddvitinn hefur beðist undan endurkjöri. Í hreppnum verður að venju óhlutbundin kosning.

Þetta staðfesti Lára G. Oddsdóttir, formaður kjörstjórnar, í svari við yfirspurn Austurfréttar. Samkvæmt reglum geta þeir sem þjónað hafa beðist undan endurkjöri.

Þann rétt hefur Jóhann F. Þórhallsson, bóndi í Brekkugerði og varaoddviti, nýtt sér að þessu sinni.

Kosið verður laugardaginn 31. maí og segir Lára að kjörstaður verði opinn frá klukkan 10-18 þann dag. Fljótlega eftir það hefjist talning atkvæða.

Auk Jóhanns sitja í hreppsnefnd Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti, Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Lárus Heiðarsson og Anna Jóna Árnmarsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar