SSA: Stjórnvöld verða að koma að málefnum sjávarbyggða á Austurlandi
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi vill að stjórnvöld beiti sér í málefnum sjávarbyggða á Austurlandi. Jafnframt vill hún að þingmenn fundu með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og forsvarsmönnum Smyril-Line til að ræða ferjumál á Seyðisfirði.Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi SSA í síðustu viku. Fundurinn var haldinn á Djúpavogi en sveitarstjórnin þar hefur undanfarið óskað eftir að stjórn SSA kynni sér aðstæður eftir að tilkynnt var að til stæði að loka fiskvinnslu Vísis á staðnum. Stjórnin notaði ferðina og heimsótti vinnslu Vísis.
Í bókun SSA er tekið undir áhyggjur heimamanna í atvinnumálum. „Í ljósi þess að bolfiskvinnsla hefur svo til lagst af í fjölda sjávarbyggða á Austurlandi undanfarin ár er það mat stjórnar SSA að stjórnvöld verði að koma að málefnum sjávarbyggða á Austurlandi með það að markmiði að tryggja atvinnu sem byggð er á traustum grunni til framtíðar."
Undir sömu bókun er komið inn á ferjumál á Seyðisfirði sem rædd voru á fundi með þingmönnum kjördæmisins í lok apríl. Þingmennirnir eru hvattir til að boða til fundar með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og forsvarsmönnum Smyril Line líkt og þeir hafi boðað á fundinum í apríl. „Þegar af slíkum fundi verður óskar stjórn SSA eftir aðkomu að fundinum."