Minnisvarði um björgunarafrekin í Vöðlavík afhjúpaður
Minnisvarði um það þegar sex af sjö skipverjum Goðans og fimm manna áhöfn Bergvíkur VE var bjargað sitt hvorum megin við áramótin 1994 af strandstað í Vöðlavík verður afhjúpaður þar á föstudag.Áhöfn Bergvíkur var bjargað í land með fluglínutækjum austfirsku björgunarsveitanna 18. desember 1993 og þann 10. janúar 1994 þegar sex af sjö manna áhöfn björgunar- og dráttarskipsins Goðans var bjargað með frækilegri aðstoð 56. þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli við afar erfiðar aðstæður.
Gert er ráð fyrir að auk björgunarsveitarmanna mæti; áhafnir skipanna og aðstandendur þeirra, fulltrúar þyrlusveitarinnar auk fleiri fulltrúa bandaríska flughersins svo og aðrir sem stutt hafa björgunarsveitirnar
Minnisvarðinn verður afhjúpaður klukkan 14:00 og að athöfn lokinni verður kaffisamsæti í skála ferðafélagsins. Almenningi býðst að koma með og verður safnast saman í bíla við Mjóeyri klukkan 12:00.
Klukkan 13:00 verður björgunaræfing í Vöðlavík með þátttöku björgunarsveita á Austurlandi og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Frá athöfn í tilefni þess að 20 ár voru frá strandi Goðans. Mynd: Jens Garðar Helgason.